Öryggisbíllinn
Þeir í formúlunni eru að tala um að leggja niður öryggisbílinn keppnistímabilið 2003. Í staðinn á að koma hraðastillingarbúnaður í bílana. Þetta finnst mér ekki góð hugmynd því þá mun bilið á milli bílanna ekkert minnka þegar óhapp verður. Þetta hefur oft hleypt meiri spennu í keppnirnar og liðin þurfa að breyta um strategíu.