Varðandi skoðanakönnunina sem er í gangi þegar þetta er skrifað þá langar mig til að minna á konur hafa keppt í mótorsportum með árangri. Ef ég man rétt varð Michelle Mouton heimsmeistari í rallakstri á 9. áratugnum (heimildir mínar eru götóttar, þannig að látið heyra í ykkur ef ég bulla!). Hún keppti á Audi Quattro og myndi ég halda að það hefði verið í Group-B sem seinna var lögð niður vegna þess hve hættulegt var að nota svona kratmikla bíla í rall.
Michelle Mouton setti svo á fót the Race of Champions á Gran Canari árið 1988. Sú keppni er enn haldin og er einskonar vertíðarlok fyrir rallmeistara og aðra áhugasama ökumenn.