Villeneuve keppir ekki í japan
Óánægja Jacques Villeneuve hjá BAR nú í ár hefur ekki farið fram hjá neinum og vart mátti á milli sjá hvort hann sem ökumaður eða liðið væri vansælla með veru hans hjá liðinu. Þessi óánægja hefur nú kristallast í því að Villeneuve mætir ekki til leiks í Japan og heimamaðurinn Takuma Sato hefur feril sinn sem keppnisökumaður hjá BAR einni keppni fyrr en efni stóðu til.