Vissu þið að Bandaríkjamenn eiga svolítið erfitt með að skilja Formúlu 1 enda vanir allt öðruvísi kappakstri. Þar ráða fljúgandi stört ríkjum og á brautinni eru tugir framúrakstra og annað eins af pústrum, þar sem nokkrir tugir bíla takast á, gjarnan á sporöskjulöguðum brautum. Á heimasíðu Indianapolisbrautarinnar má finna svör nokkurra ökumanna Formúlunnar við því afhverju Formúla 1 er vinsælasti kappakstur í heimi.