Vissulega mun skemmtilegri keppni en í fyrra - þ.e. meira spennandi.
En ég get bara ekki verið sammála því að þetta séu góðar breytingar á tímatökunni. Hvernig getur það verið gott að þú vinnir pole með 75% heppni?
Áður var þetta spurning um að tímasetja úthringinn rétt og spá í veðrið og ýmislegt sem hægt var að plana í tímatökum. Nú er þetta bara upp á von og óvon hvort menn hafi nú náð að stilla allt pottþétt fyrir þennan eina hring sem menn fá. Nú og ef menn eru svo óheppnir að það byrji að rigna í miðri tímatöku - þá er nú gaman að hafa verið síðastur daginn áður.
Ég held að þessar breytingar hafi heldur ekkert með það að gera að keppnin sé skemmtilegri í ár, heldur frekar það að hin liðin hafa bara einfaldlega tekið sig saman í andlitinu, á meðan Ferrari hefur ekki bætt sig neitt síðan í fyrra (og sumir jafnvel gengið svo langt að halda því fram að Meistarinn sjálfur sé að verða gamall :-O ).
Ég vona bara að þeir breyti þessu til baka á næsta ári - og svo vil ég ræsibúnaðinn burtu líka!<br><br><font color=“blue”>BF</font>: <font color=“red”>[CP] Sitting duck</font>
<a href="
http://www.claypigeons.tk“>Clay Pigeons síðan</a>
<a href=”mailto:cp_duck@hotmail.com“>Eitthvað sem þér liggur á hjarta?</a>
__________________________________________________________________________
<font color=”green">Ef himnaríki er svona æðislegt, hvers vegna ætti maður þá að reyna að lifa lengur?</font