Báðir ökumenn Toyota áttu í vandræðum í tímatökum báða dagana og hafa átt erfitt með að finna rétta uppstillingu fyrir TF 103 bílinn.

Oliver Panis er ellefti á ráslínu, en Cristiano da Matta 13. “Bíllinn virðist bara ekki henta á þessa braut”, segir Panis, “við verðum bara að úr rætist, því keppnisáætlun okkar er góð”.

Da Matta var um tíma fjórði í Barcelona, lauk keppni í sjötta sæti og vann sín fyrstu stig. “Ég er nokkuð sáttur við útkomuna, en við höfum átt í vandræðum frá því við mættum á brautina”, sagði da Matta eftir tímatökuna í gær.