Keppnin haldin þrátt fyrir stríð
Michael Schumacher fór í broddi fylkingar Formula 1 ökumanna og sagði við fréttamenn að keppnin í Malasíu færi fram þrátt fyrir hernaðarbrölt í Írak. Það yrði ákvörðun FIA ef keppni yrði frestað, en Michael taldi það ólíklegt þar sem um stóran atburð væri að ræða og kæmu mörg þúsund manns að einni svona keppni. Félagi Michaels, Rubens Barichello sagðist vona að keppnin um helgina gæti orðið til þess að áhorfendur um heim allan gætu leitt hugann frá þeim stríðsátökum sem væru í gangi, þó ekki væri nema í smá stund. Jos Verstappen hjá Minardi-Cosworth er ekki hræddur um að öryggi á Sepang brautinni verði til vandræða vegna Íraks stríðsins, “Hvað get ég sagt? Ég held að við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur, við erum ekki að keyra nálægt Írak” sagði hollenski ökuþórinn