Ég var í bústað og horfði á formúluna.
Ég verð að segja að mér finnst mun skemmtilegra að horfa á þetta eftir að þeir breyttu reglunum.
Í fyrsta lagi þá er mun skemmtilegra að horfa á tímatökuna, þar sem aðeins einn má fara út í einu og fær bara einn hring og ef þeim gengur illa fá þeir annan séns (er það ekki annars).
Þetta gerir það að verkum að Skósmiðurinn vinnur ekki eins oft (sem ég var orðinn alveg djöfull pirraður á).
En þá er líka langbest að vera síðastur því þá er komið gúmmí á brautina.
Um tíma var maður hættur að nenna að horfa á þetta vegna þess að það var alltaf sá sami sem stóð efst á palli.
En nú með breyttum reglum vona ég að þetta breytist.
