Starfsmenn FIA í Bretlandi hafa yfirfarið hugbúnaðinn úr bíl Mika Hakkinen frá því í Austurríki og hafa þeir staðfest að ekkert hafði verið átt við hann. Ekki er nein skýring fundin á því afhverju plastinnsiglið vantaði á tölvuboxið en McLaren menn telja að það hafi losnað af vegna titrings. Þó að búið sé að sanna að hugbúnaðurinn sé í lagi getur FIA enn dæmt McLarenbílinn úr leik vegna þess að bíllin stóðst ekki reglur um tæknibúnað. Búist er við að FIA greini frá úrskuði sínum seinnipartinn á morgun miðvikudag. Sá eini sem gæti grætt á því að Hakkinen yrði dæmdur úr leik er Coulthard en þá myndi hann færast nær Schumacher og myndi á aðeins muna tveimur stigum á þeim.