Fyrst fannst mér hugmyndin um aukakíló á bílanna vera fáránleg en nú er ég farinn að venjast henni.
Menn þurfa þó að fara varlega í þetta. Ef Þetta verður að veruleika á næsta ári þá líta auðvitað allir á þetta sem refsingu gagnvart Ferrari. En ef þetta verður sett á eftir 2-3 ár en gefið út núna þá er þetta bara reglubreiting. Liðin geta þá öll undirbúið sig undri þetta.
Ef þetta verður að veruleika þá þurfa auðvitað Öll liðin að keyra með aukakíló og því verður þetta ekki notað sem refsing á Ferrari persónulega heldur hef ég notast við orðið Forgjöf.
Reglum er reglulega breitt í formúlu eitt, til að auka öryggi, jafna stöðu ríkra og fátækra liða og t.d. var öllum gert að aka með samskonar tölvubúnað sem var innsiglaður, þetta var gert til að koma í veg fyrir að menn notuðu t.d. spólvörn en það gékk ekki. Á endanum var ákveðið að leifa bara spólvörnina því allir voru hvort eð er með svoleiðis og ógerningur að fylgjast með og framfylgja banninu.
Auka kíló, eitt fyrir hvert stig sem ökumaður fær og byrjar að telja við 20 stig er ekki svo vitlaus hugmynd því þá er ekkert mál að fylgjast með því hvort því sé framfylgt, Bílarnir eru bara vigtaðir.
Ég vil alls ekki neinar reglubreitingar fyrir næsta ár því það er of stutt í það til að það geti talist sanngjarnt því öll liðin eru nú þegar farin að undirbúa næsta ár.