Takuma Sato er einn þeirra ökumanna í Formúlu1 sem hefur þann kross að bera að hafa keypt sig inn í sæti í Formúlu1 bíl.
Nú það vakti talsverða athygli þeirra sem fylgjast með sportinu að hann átti mesta hámarkshraða yfir marklínu í síðustu keppni á Indy brautinni í BNA, eða rúmlega 350 km/h.
Ég bar saman af gamni árangur hans í keppninni við félaga hans hjá Jordan, Giancarlo Fisichella.
GF lauk keppni í 7. sæti 1 hring á eftir fyrsta manni.
TS lauk keppni í 11. sæti 1 hring á eftir fyrsta manni.
GF tók 1 þjónustu hlé.
TS tók 2 slík.
(Hvert hlé þýðir 20-25 sek. töf.)
Hraðasti hringur GF var 1:14.025
en hjá TS 1:14.556
Að lokum, þrátt fyrir mikinn hraða Sato yfir endalínuna var hann aðeins í 8 sæti yfir þá sem voru fljótastir á þriðja tímatökusvæði, eða 0,041 sek fljótari en Fisichella sem var í 11 sæti á sama lista. GF var síðan fljótari á hinum tímatökusvæðunum 2.
Góða Formúlu helgi!