Frétt á vísi.is
Samkvæmt frétt í Auto Motor und Sport er Dietrich Mateschitz, aðalstjórnandi Red Bull drykkjaframleiðandans, að íhuga það að kaupa Minardi-liðið. Hann vill meira að segja kaupa liðið eins og það er núna, án vélar. Fréttin segir að Mateschitz sé óánægður með að hluti Red Bull í Sauber skuli ekki fylgja atkvæði í stjórn. Hann gæti tekið up´p á því að selja sinn hlut í Sauber og nota peningana til að kaupa Minardi. Það sem helst bendir til þess er að Peter Sauber vill að hinn ungi Kimi Raikkonen taki keppnisæti hjá Sauber í stað Enrique Bernoldi, sem er styrktur af Red Bull. Mateschitz finnst að þar sem Bernoldi hefur ekið í eitt ár í F3000 hafi hann meiri reynslu en Raikkonen.