Eins og kunnugt er núþegar hefur ferrari liðið sýnt þvílíka yfirburði að annað eins hefur ekki sést áður. Það má deila um það hvort Ferrari séu svona góðir eða aðrir svona lélegir en það er allt önnur saga.
Schumacher er staðráðin í að reyna að vinna næstu tvær keppnir og bæta þar með eigið met í 12 sigrar í 17 keppnum, en hann er nú þegar búinn að vinna 10 keppnir. Nigel Mannsel átti metið þar til Schumacher sló það en það var 9 sigrar í 16 keppnum.
Einnig geta þeir Ferrari bræður náð undraverðum árangri og sýnt yfirburði sína enn frekar með því að vinna 1-2 sigur í USA og Japan en þá ná þeir að bæta við 32 stigum og verða þá samtals með 221 stig. Þá eru eftir í pottinum 20 stig sem skiptast á milli þeirra sem eftir koma og verður þá samanlagður fjöldi allra hinna ökumannanna í formúlu 1, 221 stig
Hver segir svo að formúlan sé ekki spennandi : )