Monza 2002 Þá er kappakstrinum á Monza í Ítalíu lokið. Af tímatökum bar það hæðst að Kimi Räikkönen klessukerði Sato, þegar hann var ekki einusinni á tímatökuhring. Maður er nú ekki vanur að sjá árekstra í tímatökum, en allt getur nú gerst. Montoya hafði ráspólinn, þá kom M. Schumacher og svo Ralf og loks Rubens Barrichello. Williams menn virtust vera í góðum málum og voru búnir að standa sig frábærlega í tímatökum og áttu svo feiknar gott start í keppninni þar sem Ralf skaust fram úr bæði bróður sínum og liðsfélaga og náði fyrsta sæti og fékk strax talsvert forskot. En hann var ekki lengi í paradís því vélin sprakk mjög fljótlega svo hann datt út. Rubens náði forystunni af Montoya, en fljótlega eftir að Montoya hafði farið í viðgerðarhlé varð hann að fara aftur inn og fór ekki meira út eftir það. Kimi átti heldur ekki góðu gengi að fagna og gat heldur ekki lokið keppni. Coulthard lenti í vandræðum strax í byrjun keppnarinnar og þurfti að taka viðgerðahlé á fyrstu hringjunum en tókst samt að ljúka í 7. sæti. Ferrari menn voru bara farnir að leika sér í restina og sásti til M. Schumachers hleypa heilli hersing framm úr sér til að afhringa sig og hélt maður að nú væri loks komið að vélarbilun, bilið í Rubens var komið í 20 sek. En svo var ekki heldur hægði Rubens einnig á sér og óku þeir nánast samstíða í mark undir mikinn fögnuð ítalíumanna. Eddie Irvine kom öllum á óvart og lauk keppni í 3. sæti og ekki voru ítalarnir minna hrifnir af því, enda er Eddie fyrrum Ferrari ökumaður. Það má því segja að Ferrari hafi náð þreföldum sigri í dag. Til gamans má geta að Schumacher hefur nú slegið enn eitt metið, sitt eigið reyndar, en enginn hefur fengið jafnmörg stig fyrir eitt tímabil - og enn eru 2 keppnir eftir. Ferrari eru nú með jafnmörg stig og næstu 6 lið samanlagt!!!
- www.dobermann.name -