Jæja þá er keppnin búinn og óhætt að segja að nú sé spenna að færast í leikinn.

Þrátt fyrir að M. Schumacher hafi dottið út í fyrstu beygju þá var kappinn mjög yfirvegaður í viðtali við breska sjónvarpsstöð. Viðtalið var tekið á meðan keppninn stóð og sagði hann m.a. að þetta hefði getaði komið fyrir alla. Hann hefði til að mynda sjálfur verið valdur af slíku óhappi og við þessu væri ekkert að gera.

M.Schumacher tekur þessu með stakri ró og er ekki með ásakanir á hendur annara ökumanna.

Nú er spurning hversu langt hann kemst á því að vera svona yfirvegaður. Næsta keppni, nánar tiltekið á Hochenheim henntar McLaren mun betur en Ferrari. Það verður því spennandi að sjá hvort að M.Schumacher nái að spila út óvæntum spilum þar.