Ég, sem var alltaf svo gríðarmikill formúlu aðdáandi er hættur að horfa á þetta.
Ég vaknaði fyrir Malasíu, Ástralíu og allar brautirnar á asnalegum tíma fyrir aðeins örfáum mánuðum en nennti ekki einu sinni að skipta um stöð til að horfa á Spa.
Og afhverju? Jú, útaf þessum skósmið sem hefur einokað þetta of lengi.
Þetta er ekki eins og enski boltinn þar sem að þó að MU hafi tryggt sér titilinn með margra vikna fyrirvara er hver leikur samt sem áður spennandi. Það er spennandi að sjá hvaða lið falla, ná evrópusæti og svo framvegis. Með allri virðingu fyrir formúlunni er þetta ekki þannig þar. Þar liggur mesti spenningurinn þessa dagana í því hvort að Arrows sé komið á hausinn eða ekki.
Það verður að fara úr bæta úr þessu, ég vil ekki þurfa að lifa næsta sumar án formúluspennunar sem einkenndi þetta fyrir nokkrum árum