Ég var að horfa á tímatökurnar á Spa í morgun og það kom mér svona skemmtilega á óvart hvað Kimi var að standa sig vel. McLaren menn hafa verið í vandræðum þetta tímabil og í rauninni það síðasta líka, en ég er að velta því fyrir mér hvort þeir séu að taka sig saman í andlitinu, eða hvort Kimi sé að meika það eða hvort þetta hafi hreinlega verið “one night stand…” Hvað haldið þið um þetta mál, ég er alveg til í að fá smá hörku í þetta aftur og það væri gaman fyrir keppnina ef Kimi ætlar að taka við plássi Häkkinens. Ég reyndar missti af því hvað Kimi sagði á blaðamannafundinum, ég myndi gjarnan vilja fá að vita hvað hann hafði um þetta að segja. Samkvæmt því sem ég best veit, var Kimi líka fljótastur á æfingum fyrir tímatökuna.
En Michael Schumacher vermir ráspól að þessu sinni og þó svo hann hafi oftast verið sterkur á Spa, bæði ók hann sína fyrstu keppni þar og tók sinn fyrsta sigur þar ári síðar, þá skildist mér að þetta væri hanns fyrsti ráspóll á Spa.
Uppröðunin fyrir morgundaginn verður sumséð:
1. Michael Schumacher
2. Kimi Räikkönen
3. Rubens Barrichello
4. Ralf Schumacher
5. Juan Pablo Montoya
6. David Coulthard