Það er fátt annað talað um en hvað formúlan sé orðin leiðinleg á huga.is og á götum úti. Sökudóldurinn er Shumacher og allt Ferrari liðið en McLaren og Williams menn eru orðnir virkilega fúlir yfir ástandinu og auðvitað hinir ýmsu Ferrari aðdáendur en auðvitað eru algerir yfirburðir ekki af hinu góða.
Þá er pæling dagsins en hver verður þá næsti heimsmeistari.
Persónulega kemur nafnið Montoya fyrst upp í hugan hjá mér.
Ég veit ekki alveg afhverju en hann er ökumaðurinn sem leggur allt í sölurnar og er tilbúinn að taka afleiðingunum. Hann hefur nýlega gert samning við Williams liðið sem nær allt til ársins 2004 og á því tímabili held ég að hann komi til með að vinna heimsmeistaratitilinn en svo getur margt breist. Gaman væri að fá ykkar hugmyndir að því hver sé sigurstranglegastur á næsta tímabili.