Michael Schumacher fæddist í Huerth-Hermuelheim í Þýskalandi, 3. janúar 1969. Nú er hann á efa hæðst launaðasti vélvirki heims og býr hann nú í Sviss ásamt konu sinni Corrina og 2 börnum. Hann er 174 cm á hæð og 65 kíló. Auk formúlunnar eru tómstundir hans: fótbolti, skíði, hjólreiðar og almenn líkamsrækt. Hann hlustar mest á rokk og danstónlist, en hans uppáhalds hljómlistarmenn hans eru Michael Jackson og Tina Turner. Ítalskur matur er hans eftirlæti en besti drykkur hans er eplasafi með sódavatni. Hann byrjaði að aka go-kart þegar hann var aðeins 4 ára gamall og tók þátt í sinni fyrstu keppni 14 ára gamall. Hann fékk fyrst að bragða á sigurgöngu sinni árið 1984 þegar hann varð unglingameistari Þýskalands í körtbílum og endurtók hann leikinn ári síðar. 1986 færði hann sig í kartkeppni fullorðinna, og vann hann það árið 1987. Næst lá leiðin í Formúlu König en þar sigraði hann í 9 af 10 mótum. Hann varð annar í Evrópumótinu á eftir Mika Salo. 1989 varð hann þriðji í Formúlu 3 á eftir Karl Wendlinger og Heinz-Harald Frentzen en náði titlinum árið eftir. Hann byrjaði í Frormúlu 1 árið 1991 í Belgíska kappakstrinum undir merkjum Jordan, en eftir fyrstu keppnina var hann keyptur af Benetton þar sem hann kláraði tímabilið með 4 stigum. Ári síðar náði hann í fyrsta sinn 1. sæti og var það á Spa eftir að hafa metið aðstæður í rigningunni betur en nokkur annar, enda hefur hann alla tíð verið snjall í bleytu. Hann kláraði tímabilið í 4. sæti. Það var svo árið 1994 að náði sínum fyrsta heimsmeistaratitli eftir spennandi keppni við Hill. Það skeikaði einungis einu stigi í lokakeppninni og því varð Schumacher að vera á undan Hill í mark eða Hill mætti ekki klára keppnina. Því lauk með því að bílar þeirra skullu saman og Michael Schumacher krækti sér í sinn fyrsta heimsmeistaratitil aðeins 25 ára gamall. Þetta atvik var þó mjög umdeilt. Ári síðar tók hann þó heimsmeistarann með pompi og prakt og var þá 33 stigum á undan Damon Hill. 1996 fór hann svo yfir til Ferrari manna til þess að hjálpa þeim að komast af botninum á toppinn! Honum tókst heldur betur vel til og var í toppbaráttunni á algjörri beyglu og endaði í 3. sæti á eftir Hill og J. Villeneuve. 1997 varð hann annar á eftir harða baráttu við Villeneuve og sömuleiðis 1998 á eftir Häkkinen. Það var svo árið 1999 að Ferrari hlotnaðist langþráður meistaratitill bílasmiða, en Michael Schumacher missti af titli ökumanna enda fótbrotnaði hann á Silverstone. Frá árinu 2000 hefur ekkert getað stöðvað M. Schumacher né Ferrari og eru þeir búnir að rúlla upp sigrum og metum eftir það.
Fjöldi keppna: 175
Fjöldi sigra: 62
Verðlaunasæti: 110
Unnin F1 stig: 913
Heimsmeistaratitlar: 1994, 1995, 2000, 2001, 2002
Grands Prix sigrar:
6 í Frakklandi (1994, 1995, 1997, 1998, 2001, 2002)
5 í Belgíu (1992, 1995, 1996, 1997, 2001)
5 í Monaco (1994, 1995, 1997, 1999, 2001)
5 í Kanada (1994, 1997, 1998, 2000, 2002)
4 í Japan (1995, 1997, 2000, 2001)
4 í Brasilíu (1994, 1995, 2000, 2002)
4 í Evrópska kappakstrinum (1994, 1995, 2000, 2001)
4 í San Marino (1994, 1999, 2000, 2002)
4 í Spænska kappaskstrinum (1995, 1996, 2001, 2002)
3 í Ungverjalandi (1994, 1998, 2001)
3 á Ítalíu (1996, 1998, 2000)
3 í Austurríki (2000, 2001, 2002)
2 í Malasíu (2000, 2001)
2 í Pacific Grand Prix (1994, 1995)
2 í Breska kappakstrinum (1998, 2002)
2 í Þýska kappakstrinum (1995, 2002)
1 í Ástralíu (2002)
1 í Portúgal (1993)
1 í USA (2000)
1 í Argentínu (1998)