Mclaren árið 91 Ég keypti minn fyrsta formúlu 1 leik árið 1994 að mig minnir og heitir hann “Microprose Formula one Grand Prix”

Leikurinn tekur yfir 1991 tímabilið og er Mclarein liðið með þá Ayrton Senna og Gerhard Berger með mikla yfirburði yfir önnur lið. Fljótlega óx formúlu1 áhugi minn og ég keypti mér nokkrar spólur með formúlu1 keppnum til að kynnast þessum kappaktri betur. Ég keypti fjórar fyrstu keppninar á því ágæta tímabili 91 og hér á eftir kemur smá lýsng á þessum fjórum keppnum.

Tímabilið á undan endaði með ósköpum þegar Alan Prost og Ayrton Senna sem voru þá saman i liði lentu í árekstri í síðustu keppni ársins, Alan Prost var nokkrum stigum á undan og vann þar með heimsmeistaratitilinn.

Árið 1991 fór Alan til Ferrari og ætlaði að freista gæfunnar með þeim en Ayrton Senna var áfram hjá Mclaren og mætti kaldur til leiks til Phonix Arizona en þar var bandariski kappaksturinn eitt sinn haldinn. Brautin, þrátt fyrir að vera einföld, þykir mér mjög skemtileg en reynt var að búa til svona Mónakó stemningu en brautin var inn í miðri borginni og flestar beigjur voru 90° fyrir utan tvær 180° beigjur og eina “S” begju. Mclaren liðið kom með bíl til leiks sem hafði ekki verið keyrður einn meter og tóku þannig mikla áhættu (þó svo gamli bíllin hafi sjálfsagt verið til taks ef ílla gengi) Ayrton Senna Vann með miklum yfirburðum og kom inn til að skipta um dekk án þess að vera hringaður, en í þá gömlu góðu daga var ekki bætt bensini á bílana og flestir í þjónustuliðinnu voru á stuttbuxum og í mestalagi með hnépúða og hanska sér til varnar.

Þá var haldið til Braziliu en þar hafði Senna aldrei unnið á 7 ára ferli sínum. Mesta ógnin kom frá Williams ökumönnunum Nigel Mansell og Richardo Patrese sem var þá með þeim reyndari ökumönnum í formulu 1. Williams liðið hafði hannað Semi automatic gírskiptingu og var hún að hrjá þá eitthvað í keppninni á undan en nú átti hún að vera komin í lag með tilheirandi þægjindum fyrir ökumann en þá gat hann ávallt haft hendur á stýri. Senna náði þó ráspól með naumindum og eftir smá ógn frá Mansell fór hann að stinga af. Þó fór mansell í þjónustu hlé og fékk ný dekk, Mansell gat ekki skipt í fyrsta gir og stóð farstur í auka 14 secundur með bílinn á hámarkssnúning og þvílíkur hávaði, og þvílík vonbrigði hjá þjónusuliðinu því þeir höfðu skipt um dekk á mjög góðum tíma og líklegt að hann hefði komist fram fyrir senna en svo varð ekki. Bíllinn hrökk í fyrsta gír og Mansell fór að eltast við Senna sem var með ágætt forskot sem þó fór mínkanndi sökum góðs aksturs hjá Mansell en Senna tókst að halda hæfilegri fjarlægð.
Þá var komið að öðru þjónustu hlé og þá gékk allt upp hjá Mansell bíllinn fór í réttan gír og af stað en þá hafði þjónustuliðið gert mistök sem kostuðu hann nokkrar sec. áfram hélt spennandi kappakstur og bilið mjókaði með hverjum hringnum þangað til gírkassin hjá Mansell gaf sig og hann snar snéri bílnum og þurfti að hætta keppni.
Flestir héldu þá að Ayrton senna myndi rúlla bílnum í mark en það var ekki svo einfalt því það sem kom ekki í ljós fyrir en seinna að að gírkassinn hjá Senna var stór skemmdur, hann gat ekki notað neðstu gírana auk þess sem hann var orðinn dauð uppgefin eftir að hafa ekið undir þessum kringumstæðum. Patrese nálgaðist og fljótlega for að helli rigna. Senna náði í mark einungis nokkrum sekundum á undan Patrese og var svo uppgefinn að hann stöðvaði bílin um leið og þurfti hjálpar til við að komast upp úr bílnum.

Þá var haldið til San Marino en spáð hafði verið rigningu og ökumennrnir voru við öllu búnir og Senna var á ráspól. Rigningin var svo mikil að Alan prost datt út á upphitunarhring og gat ekki tekið þátt. í startinu tók Patrese á Williams foristuna og hélt henni í nokkra hringi en hann þurfti að hætta keppni vegna rafmagnsbilunar. Mansell datt út fljótlega með sprungið dekk og Alesi datt út fyrir sinn egin klaufaskap á Ferrari á heimavelli og voru Tífosarnir síður en svo ánægðir. það styttu upp í 14 hring og var eftirleikurin auðveldur. Senna var í fyrsta og Gerhard berger liðsféfélagi Senna var í öðru sæti.

Þá var haldið til Monaco en sá kappakstur var frekar auðveldur fyrir Ayrton Senna. Hann sigraði með miklum yfirburðum og hringaði flesta ökumenn, frekar litlaus kappakstur en baráttan um annað sætið bjárgaði honum.
Senna vann fyrstu fjórar keppninar á tímabilinu með nokkrum yfirburðum og van heimsmeistaratitilinn einnig.
McLaren liðið var með Honda vél og aðalstyrktaraðilinn var Marlboro. Bíllinn var því hvítur og rauður og sendi ég inn mynd af bílnum sem Senna ók árið 1991 en hann er gríðarlega fallegur að mínu mati

með formúlu kveðju