Það var um 1920 þegar Jules de Their og Henri Langlois van Ophem datt í hug að nýta vegarkafla sem tengdi saman þorpin Malmedy, Stavelot og Francorchamps og búa til keppnisbraut sem síðar var nefnd Spa-Francorchamps. Nú keppir hún við Nürburgring og Monza um að vera erfiðasta keppnisbrautin í Formúlunni. Mikil náttúrufegurð og snögg veðurbrigði gera akstur á Spa skemmtilegan en varasaman. Brautin er um 6,9 km löng en vegna staðarhátta getur rignt á einum stað en verið þurrt á öðrum. Fyrsti maðurinn til að sigra á Spa hét Fangio og var það árið 1950. Meistari Spa verður að teljas Jim Clark – en hann sigraði 4 sinnum í röð 1962 til 1965. Þrátt fyrir nægilega breiða braut er hraðinn mjög mikill og er því í raun stórhættuleg. Árið 1960 fórust bæði Chirs Bristow og Alan Stacey. Jackie Stewart, 3faldur heimsmeistari, lenti einnig í mjög slæmum árekstri þar árið 1966. Árið 1970 var ákveðið af öryggisástæðum að hætta keppni á brautinni.Tengileið frá Les Combes var bætt við og látin mæta gömlu brautinni við Les Fagnes. Við það var komin ný 6,9 km braut sem var samþykkt á ný. En árið 1983 var aftur farið að aka um Eau Rouge sem nú er eitt þekktasta horn í Fromúlu 1. Ayrton Senna varð meistari nýju Spa brautarinnar en hann varð í þrem efstu sætunum á Spa fjögur ár í röð þegar hann keppti fyrir McLaren. Rásstaðurinn og endamarkið á Spa var aðeins nokkur hundruð metra frá mjög kröppum beygjukafla sem kallast La Source en þar hefur oft gengið mikið á, t.d. árið 1998 þegar hópárekstur varð og 13 bílar af 22 lentu í einni klessu.
- www.dobermann.name -