Rubens Barrichello náði besta brautartímanum á fyrri æfingu dagsins í A1 Ring í Austurríki en hann prófaði aðrar vængstillingar en félagi hans hjá Ferrar, Michael Schumacher. Vandaræði urðu hjá Mika Häkkinen hjá McLaren, hann komst einungis einn hring en þá bilaði bensíndæla, rétt eins og hjá David Coulthard í Frakklandi fyrir tveimur vikum.
Barrichello ók í þremur 7 hringja lotum er hann prófaði keppnisuppsetningu bílsins og náði besta tímanum á lokamínútum æfingarinnar. Schumacher reyndi nýja útgáfu af Ferrari-undirvagni sem hann snerti í fyrsta sinn á í Fiorano-brautinni í síðustu viku.
Coulthard sagðist hafa verið ánægður með sinn bíl en hann komst þó ekki út í brautina undir lokin vegna bilunar í þrýstivökvakerfi.
VAndræðagangur var hjá Williams og lenti Ralf Schumacher til að mynda tvisvar út úr brautinni en framhjólin gripu illa og stýrið óskilvirkt þar af leiðandi. Giancarlo Fisichella hjá Benetton tapaði æfingatíma vegna punkteringar.