- www.dobermann.name -
Ralf Schumacher
Frá því að ég byrjaði að fylgjast með formúlunni hef ég alltaf verið mjög hrifinn af þeim Schumacher bræðrum. Michael er náttúrulega snillingur snillinganna og því getur enginn neitað hvort sem þeir halda með honum eða ekki. En svo er það litli bróðir hans, Ralf. Ralf hefur kannski ekki verið eins mikið í kastljósinu en ég hef samt alltaf verið mjög hrifin af honum. Hann er reyndar ekki eins grimmur og bróðir sinn, en enga að síður afbragðs ökumaður, gerir sjaldan mistök og mjög prúður. Eftir þennan Ferrari “skandal” með frammúrhleypingum Rubens hef ég svona aðeins meira farið að halda með Ralf. En þá kemur að mergi málsins míns. Það sem fer svo hræðinlega í taugarnar á mér eru þessar endalausu plammeringum hjá þessum helv* lýsum (Kalli og Co.). Þeir virðast vera alveg staðráðnir í því að Ralf sé svo lélegur og ömurlegur en Montoya sé aftur á móti svo æðislegur og frábær. Í rauninni myndi ég segja að Ralf væri miklu betri ökumaður en Montoya, hann er mjög stöðugur, hefur gott vald og tilfinningu fyrir bílnum sínum, á meðan Montoyta á það ennþá til að misbjóða bílnum svo hrikalega að hann endar á því að springa! Auðvitað nær maður hraðari hringjum með svona nauðgun á bílnum, en það er samt ekki sniðugt þegar þú þarft að keyra einhverja 60 hringi. Ralf hefur hins vegar verið einkar óheppin og gjarnan hefur það verið liðinu að kenna og þá vitna ég í það með bensíndæluklúðrin og t.d. þetta óvænta aukastopp í Þýskalandskappakstirinum núna um helgina, þar sem ekki var skipt um dekk og ekki sett neitt bensín og það voru bara 4 hringir eftir!!! Ég meina hvað er málið? Ég hef ekki heyrt neina skýringu á þessu nema eitthvað öryggisstopp bla, bla…. hefur einhver heyrt hvað gerðist í raun og veru? Ef þetta var til að hleypa Montoya framm úr, mun ég fara persónulega með haglarann og ganga frá þessum stjórendaaumingjum! Svo eftir keppnina, var Kalli að tala um að Ralf væri fýlupúki! Ég meina, átti hann að vera hoppandi af kæti með 3. sætið þegar hann ÁTTI 2.??? Ég var líka mjög fúl! Það er nefnilega mikil samkeppni þeirra á milli og ég vonaði svo innilega að Ralf myndi taka hann. Svo tala þeir alltaf um að Montoya sé óheppinn þegar hann stúdar bílnum af ökumannsmistökum, en Ralf er alltaf svo lélegur ef eitthvað kemur fyrir hjá honum (segja kannski ekki lélegur, en alltaf eitthvað, hann er ekki eins góður og…. hann hefur dalað… verður alltaf verri þegar líður á keppnistímabilið… heldur þetta ekki út… o.s.frv.). Þetta er bara RUGL og ég er komin með hundleið á þessu!!!