En þó svo að Schumi sé búinn að vinna, sem er jú býsna góður árangur svona snemma á árinu – vel að merkja enn eitt metið. Enn er þó bullandi keppni um annað og þriðja sætið og ég hlakka mikið til þess að sjá hver hreppir þau sæti.
Þó svo að titillinn sé í höfn þarf það ekki að tákna að keppnin sé búin í Formúlu 1. Það hefur nú aldrei verið nein keppni um fyrsta sætið þetta tímabilið og því um að gera að horfa til þess sem er að gera annars staðar. Árangur Schumi í ár er með þvílíkum eindæmum að hann hefur verið einn um hituna. Hann hefur einu sinni orðið í 3. sæti, þrisvar sinnum annar og í öll hin skiptin hefur hann unnið.
Það má hrósa Schumacher fyrir þetta því hól á hann svo sannarlega skilið en það hefur verið alveg ljóst frá því að um þrjár keppnir voru búnar hver myndi vinna. Ferrari er með langbesta bílinn og góða ökumenn.
Williams er líka frábært lið en það á langt í land með að ná Ferrari. McLaren var einu sinni rosalegt lið og getur alveg orðið það aftur en það hefur ekki verið heppið með vélarnar síðust tvo árin. Eftir frábæran árangur Kimi í Frakklandi spyrja menn sig hvort liðið sé ekki að lagast þó svo að mikið sé eftir enn. Það verður bara fín vinna fyrir McLaren í fríinu. Sem sagt AUÐVITAÐ er Ferrari með langlanglangbesta liðið, en hin liðin eru bara með allt í skralli hjá sér og geta ekki keppt við það. Enda segir Jean Todt hjá Ferrari að keppinautarnari séu ekki eins sterkir og þeir hafi verið.
Ég er ekki Ferrarifan – eða Tifosi eins þeir eru kallaðir heldur er ég McLarenfan en nú má ég þola það að segja aftur og aftur að Ferrari séu bestir. En þó ég hafi haldið með McLaren 1999 – eða kannski einmitt þess vegna verð ég að segja að þeir eru í vandræðum en ég bíð þess að þeir finni sinn gamla gír.
__________________________________