Formúla 1 í Afríku ? Hljómar það ekki vel ? Skellum okkur í sumarfrí á ströndina og förum á Formúluna í leiðinni !! Nóg er af keppnum í Evrópu og um að gera að bæta nýrri heimsálfu Afríku á listann.
Forseti bílaklúbbs í Túnis, Karim Aruz á þennan draum og hann gæti orðið að veruleika ef að FIA samþykkir málið. Aruz segir að það sé kominn tími til að keppt verði aftur í Afríku. 40 ár eru liðin frá seinustu keppni þar og var þá keppt 19 október 1958 í Casablanca, Marrokkó. Þessi keppni var mjög eftirminnileg þar sem Lewis-Ewans lenti í ljótu slysi og lést af völdum þess.
Aruz er bjartsýnn á að ná Formúlunni aftur til Afríku og þá til Túnis og þá í keppnisbraut sem er í Berge du Lac. Túnis er mikið ferðamannaland og keppni á túnískri grund myndi styrkja ferðamannaiðnaðinn enn frekar. Nefnd á vegum FIA er þegar búin að skoða brautina og Aruz vonar að þeir geti bráðlega farið að undirbúa formúlukeppni.
Og nú spyr ég: hvað með Norðurlöndin ? Þessi ríku lönd og sem eiga ökuþóra í F1, hafa þau engan áhuga á að keppt sé þar ? Sjálfsagt hefur einhverntíma verið keppt þar en ekki undanfarin ár og það er algjör skömm að því, get ekki sagt annað. Jafnvel fátæk lönd í Afríku sýna áhuga og vilja fá keppni en ekkert heyrist frá Norðurlöndunum !!! Erum við algjörir lúserar ??