Netmiðillinn http://www.formula1.com greinir frá því í frétt sinni að Jaguar liðið sé eityhvað að pæla í að fá Mark Webber til liðs við sig. Formula1.com segir að á æfingum í Barcelona síðustu daga hafi Webber verið að prófa Jagúarinn og segja talsmenn bæði formula1.com og Jaguar að hann hafi staðið sig mjög vel á þessum æfingum. Hann var það hraður að á fyrstu æfingum var hann einungis þrjúhundruðust úr sekúndu hægari en Pedro De La Rosa og var hann með lélegri Cosworth vél.
En eftir einn dag af æfingum hjá Jagúar segir De La Rosa að mikil framför hafi verið í 2002 bílnum núna á seinustu dögum og taki hann mjög vel eftir henni.
Eftir að hafa heyrt þetta byrja ég að pæla hvort það eigi að losa sig við Irvine og taka Webber inn í staðinn.
Allavega ef það er gert finnst mér það góð ákvörðun.
Hvað finnst ykkur um þessar fréttir.
Og hvort finnst ykkur að það eigi að láta Irvine eða De La Rosa víkja fyrir honum eð bara að setja hann sem prufu ökumann