Þá er Evrópukappakstrinum lokið, eftir mikinn svita. Í tímatökum vour BMW Willias menn ógurlega sterkir, þar sem Montoya var með ráspól 3skiptið í röð og Ralf aðeins 0,009 sek. síðar. Maður átti því alveg eins von á bláum sigri í gær í stað rauðs. Eeennnnn… Ferrari áttu ógurlegt start, þá sérstaklega Barrichello, sem þaut fram úr öllum eins og byssubrandur og stakk af. Schumacher fylgdi þó fast á eftir og tíndu þeir félagar upp hverja sekúntuna á fætur annari á kostnað hinna liðanna. Maður bjóst því fljótlega við að Ferrari væru á 2 stoppum en Williams bara 1. Montoya virtist sérstaklega vera slow, en Ralf stóð sig þó betur. Þegar Colthard var að reyna við frammúrakstur við Montoya, varð Montoya aðeins of frekur eða ákafur og smullu þeir saman og urðu þeir báðir úr leik. Räikkonnen stóð sig þó betur og hélt nokkuð traustur í 3. sætið, en Ralf varði hið 4. Það sem var óvenjulegt við keppnina fannst mér, hve fáir duttu út, eða einungis 6 keppendur. En þegar ca. 10 hringir voru eftir byrjaði sko svitabaðið. Michael Schumacher var rosalega nálægt Rubens Barrichello, og spurningin var hvort Ferrari menn myndu endurtaka leikin óvinsæla að láta Rubens víkja, eða hvort þeir myndu halda reisn og láta þá keppa í alvöru. Persónulega þorði ég ekki að anda, og var orðin nokkuð blá í framan við lok keppnar… ;) Ég vissi vel að Schumacher væri að keyra miklu hraðar, það sást vel þegar hann þaut út af og missti 10 sekúntur á Rubens. Hann var hinsvegar ekki lengi að tína þær upp aftur og því vissi ég að undir eðlilegum kringumstæðum gæti hann tekið fram úr Rubens með bundið fyrir augun. En þótt hann tæki frma úr af eigin styrk, en ekki vegna skipanna frá yfirmönnum, vissi ég að hann og Ferrari menn yrðu hakkaðir í spað. Svo í raun vonaði ég að hann gæfi eftir sigurinn, Rubens átti það svo sem alveg inni hjá honum. Maður sá það líka á áhorfendum, það hefði mátt heyra saumnál detta (ef ekki væri fyrir vélarhljóðin) á lokahringjunum, og allir biðu eftir því sama… En svo fór nú samt að Rubens hélt sigrinum og er þetta annar sigur hans á ferlinum. Eftir það fóru allir í bað… (fólk var orðið sveitt af spenningi á mínu heimili að minnsta kosti) ;)
Nú er Rubens komin jafnfætis Colthard í 4.-5. sæti með 26 stig. Montoya er í því 3. með 27 stig, Ralf í 2. sæti með 30 stig og heimsmeistarinn 4faldi í fyrsta með 76 stig.
Lifið heil,
Kveðja,
Begga