Hundraðasta keppni Coulthards
Keppnin í Austurríki verður hundraðasta keppni David Coulthards en hann hefur keppt í formúlunni síðan 1994. Coulthard hefur náð að meðaltali 2,6 stigum í hverri keppni síðan hann hóf ökumanns ferilin , aðeins Michael Schumacher hefur betri meðalstigafjölda.
Coulthard segist aldrei leiða hugann að meðaltölum og slíku en segir engu að síður að þessar tölur hljómi vel og þar sem Jackie Stewart hafi aðeins keyrt 99 keppnir þá muni hann sennilega vera handhafi nýs skosks mets.
Coulthard vill meina að flugslysið sem hann lenti í hafi ekkert með bættan árangur hans í keppnum að gera það sé frekar það frammistaða liðsins og að bíllinn sé áreiðanlegri “ það að sjá köflótta flaggið eykur sjálfstraustið og aukið sjálfstraust getur af sér meira sjálfstraust – þið vitið hvernig þetta er. …. Mér líður ekkert öðruvísi núna en í fyrra, ég kem enn á brautirnar til að vinna mína vinnu eins vel og ég get og get ekki séð að ég hafi orðið fyrir einhverjum undarlegum persónuleika breytingum. Ég er sá sami og alltaf “ segir Coulthard í viðtali við blaðamenn F1 racing magazine
Nú er bara að vona að allt gangi upp hjá Coulthard í hundruðustu keppnini í Austurríki um helgina F1 aðdáendum mega búast við spennandi keppni þar sem Coulthard hefur sagt að hann ætli að veita Schumacher harða keppni og ef Schumacher reyni að keyra sig útaf aftur sé ekki víst að hann verði jafn viljugur að víkja frá eins og hann gerði í Frakklandi.