porsche var í formula 1 árið 1991 að minnsta kosti (veit ekki hvenær þeir byrjuðu, né hættu) en þá hét liðið Footwork Porche.
árið 1991 voru 34 bílar í formulu 1 og því þurfti að fara fram undan-tímataka (pre-qulafing) og fór hún fram á milli 8:00 og 9:00 á föstudögum og fengu 30 bílar að taka þátt í tímatökum á laugardögum þar sem eingungis 26 bílar fengu að keppa á sunnudeginum. Því voru 8 bílar sem fengu aðeins nokkra klst. á brautinni og þar á meðal voru báðir ökumenn Footwork Porsche.
ég á spólu frá brazilíska kappakstrinum 1991 og var sú keppni mjög skemmtileg
Tímin sem Ayrton Senna náði á fyrsta ráspól var 1.16.392
þetta var fyrsta árið hjá Mika Hakkinen og var hann á 22. ráspál með tíman 1.20.611 á lotus. Framistaða hans þótti góð þar sem lotus liðið var ekki gott á þessum tíma og þurfti að taka þátt í undan-tímatökum og komu þeir einungis einum bíl inn.
Alex Caffi á Footwork porsche komst ekki í sjálfa keppnina þar sem hann náði einungis 27. sæti á tímanum 1.22.190
Albareto á Footwork Porsche komst heldur ekki áfram á tímanum 1.22.739 í 29 sæti í tímatökum
Til gamans má geta að Montoya fór hringin á Braziliubrautinni 2002 á 1.13.114 og sá sem var á síðasta ráspól var Alex Young á tímanum 1.16.728
Brautinni hefur ekki verið breitt mikið og því er hér hægt að skoða munin á bílunum.
Senna var með beinskiftan bíl og 1 eða 2 takka á stýrinu og hefur það varla kostað meira en 2.000 kall samanborið við 2. miljónir nú. Bíllarnir voru mest 700 hp þá og vélasnúningurinn allt að 14.000 rpm.
Það væri auðvitað gaman að fá Porche aftur í formuluna og sömuleiðis Lamborgini, lotus og fleiri sportbílaframleiðendur. það kemur örugglega að því í nánustu framtíð.