Góðan daginn Formúlu 1 áhugamenn
mig langar til að fjalla ýtarlegar um þessi team orders en ég styð þau.
Málið er ofureinfalt…..
Ferrari er að keppa um tvo titla, ferrari er lið og í ferrari eru tveir ökumenn auk prufuökumanna. shumacher er ökumaður númer eitt og Barichello er ökumaður númer tvö og honum ber að aðstoða ökumann númer eitt eins mikið og hann getur.
Barichello hefur um tvennt að velja. Hann getur verið hjá Ferrari og keppt um annað sætið eða verið hjá einhverju öðru liði svo sem eins og gamla liðinu sínu og keppt um 6-10 sæti. Barichello fær gott tækifæri hjá Ferrari til að vinna keppnir eða minnsta kosti að keyra á góðum bíl og klára keppnir.
Ef Barichello vill ekki aðstoða Shumacher þá getur hann auðvitað keppt fyrir annað lið en fær hann jafngóðam bíl þar og jafnmikla möguleika á að klára keppnir yfirleitt?
við munum öll eftir eddie irvine sem keppti á ferrari og átti góðan möguleika á að vinna titilinn þegar shumacher fótbrotnaði en núna er hann í 9 sæti með 3 stig,
Barrichello er í 3 sæti með 23 stig
þá er bara spurningin hvort mynduð þið velja……
Mér fannst þetta hinsvegar flott hjá Barrichello en bæði nú og í fyrra þá hleypti hann shumacher ekki framúr fyrr en á síðustu metrunum þannig að allir sjá hver er raunverulegur sigurvegari.
Þessi stig skipta ekki máli fyrir barrichello heldur er það viðurkenningin hann vann þessa keppni og sýndi fram á það.
Ég vil í lokin taka það fram að ég er ekki shumacher fan, ég ann þessari íþrótt og er sammála öllum að þetta gerir sportinu ekki gott, en Ferrari vill bara vinna og nota til þess allar aðferði