Slakið á, slakið á…. ekki vera með skítkast út í menn sem margir bera mikla virðingu fyrir. Það er annað að vera á móti, og svo að vera með skítkast.
Það verður að hafa í huga nokkur atriði.
1. Ég las áðan að einhver vill sekta Ferrari. Það eru engar forsendur fyrir sektun fyrir svona atvik. Þetta er ekki bannað og þar af leiðandi er ekki hægt að refsa fyrir þetta.
2. Aðferð Ferrari, í mörg ár, hefur gengið út á það að vinna titil ökumanna og framleiðanda. Það er ekkert athugavert við það. Á síðustu árum höfum við séð Michael Schumacher vera að tapa titil ökumanna í síðustu keppnum tímabilanna. Þegar hægt er að komast hjá því að lenda í svoleiðis aðstæðum, þá er ekki hikað við að framkvæma þær aðgerðir til að vinna titil ökumanna. Það er liðið sem skráir sig til keppni og LIÐIÐ skráir ökumenn sem ætla að keppa fyrir liðið. Hafið það í huga. Það eru ekki ökumennirnir sem skrá sig í keppnina, heldur eru liðin sem skrá sig og liðið skráir að tilteknir starfsmenn (ökumenn) liðsins muni keyri undir þeirra merkjum.
3. Eins og Michael Schumacher sagði sjálfur, að þá eru miklir peningnar í þessu. Það vita allir sem fylgjast með þessari íþrótt. Þeir (liðið og ökumenn) fá gífurlega mikinn pening frá styrktaraðilum sínum ef þeir ná ökumannstitlinum og titil bílaframleiðanda. Einnig snýst þetta um markaðssetningu fyrirtækisins og þær vörur sem liðið og fyrirtækin, sem styrkja liðið, geta selt ef Ferrari nær báðum titlunum. Hagnaður á alls konar varningi sem Ferrari selur hefur aukist gífurlega eftir að þeir fóru að vinna titla aftur.
Hins vegar er líka margt sem mælir á móti þessum aðgerðum, að hleypa ökumanni fram úr svo tiltekinn ökumaður vinni:
1. Í mörgum/flestum íþróttum er bannað að hagræða úrslitum. Það sem gerðist á sunnudeginum var hagræðing á úrslitum. Eins og ég minntist á áðan, þá eru miklir peningar í þessu sporti, og það eru ekki minni peningar í veðbönkum. Þeir eru margir sem settu gífurlegar fjárhæðir á “Rubens Barrichello - Sigur” hjá veðbönkum út um allan heim. Og þeir hefðu líklega unnið gífurlegar fjárhæðir ef þessi liðsskipun hefði ekki komið til. En þeir einstaklingar töpuðu, og það stórt!
2. Þegar verið er að hagræða úrslitum, þá er verið að “eyðileggja” íþróttina. Það eru margir sem eru mjög ósáttir (nægir þá að nefna þá sem eru með skítkast hér á þessu áhugamáli) við þessa aðferðarfræði Ferrari liðisins. Ég veit um fólk sem hefur stutt Ferrari á mörg ár, í gegnum slæma tíma og í gegnum góða tíma. Sumir af þessum einstaklingum hafa tekið þá ákvörðun að styðja ekki sitt lið. Og þegar það gerist, þá er íþróttin í slæmum málum. Fram að Austurríska kappakstrinum hélt ég að nýja deildin, sem verður stofnuð af nokkrum helstu bílafyrirtækjum og hefur komið oft fram í fréttum, myndi aldrei komast nálægt þeim vinsældum sem formúlan hefur/hafði og að sú deild myndi líklega fara á hausinn. Eftir Austurríska kappaksturinn held ég að þessi deild geti mögulega náð langt og áhorf getur verið mun meira heldur en ella, vegna þess að sumir eru núna alfarið á móti Formúlu 1. Og ef “við” missum stuðnings- og styrktaraðila yfir í eitthvað annað sport eða annann kappakstur, þá minnkar veltan hjá Formúlu 1 liðunum, það verður erfiðara að selja sýningarréttinn og allt mun líklega versna. En það er ekki víst að allt mun fara í þetta horf sem ég hef lýst.. þetta er líka pæling í “Hvað er það versta sem getur gerst fyrir Formúlu 1”.
3. Formúlan er sjónvarpsíþrótt númer 1, 2 og 3. Og þegar áhorfendur sitja heima í stofu og horfa á Formúlu 1, þá vilja þeir spennu, mikið gaman og mikið fjör. Þeim nægir ekki að sitja og horfa á bílana keyra sína braut án þess að nokkuð spennandi sé að gerast. Hins vegar er allt önnur hugsun hjá þeim sem fara á Formúlu 1 keppni og sjá hana “live”. Þar er oft nóg að sitja og horfa á þá keyra hring eftir hring, því það er svo margt í umhverfinu á brautinni sem er spennandi; lyktin, hávaðinn, pælingar í veðri, margt að sjá, bílar, fallegt kvennfólk sem vinnur fyrir liðin, flugsýningar ofl. ofl. Þar er andinn hinn sanni andi íþrótta; að vera með. En þar sem þetta er að mestu hluta sjónvarpsíþrótt, þá þarf að hafa í huga hvað fólkið í stofunni vill (eins og ég nefni áðan). Og svona atvik eins og gerðist í Austurríki minnkar áhuga margra þeirra sem horfa á íþróttina í sjónvarpinu.
Ég skil af hverju Ferrari gerði þetta en ég er á móti þessu. En á meðan það eru ekki til reglur sem banna atvik af þessu tagi, þá verður þetta gert aftur og aftur. Og það er frekar erfitt að passa uppá að svona atvik gerist ekki ef þetta verður bannað; liðin geta gert þetta í viðgerðarhléum og geta t.d. setta á hjólbarða sem eru of slitnir til að endast keppni og þurfa þar af leiðandi að koma inn aftur. Það eru til margar aðferðir til að fela þetta í staðinn fyrir að sýna þetta svona greinilega.
Það mun enginn verða sektaður, enginn fer í fangelsi eða nein refsing af einhverju tagi. Þeir munu líklega fá tiltal hjá FIA en líklega ekki meira.
Enn of aftur vil ég biðja ykkur um að vera ekki með skítkast á þessu áhugamáli.
lambi_