Hvað gerist eiginlega hjá Ferrari eftir árið 2004?
Ferrari var nú nýlega að senda frá sér þá yfirlýsingu að R. Barichello verði bílstjóri hjá þeim út 2004, þ.e. 2 tímabil í viðbót. Það merkilega er það að M.Schumacher, Ross Brawn, Jean Todt og Rory Byrne eru allir líka samningsbundnir Ferrari út 2004.
Spurningin er hvað gerist hjá Ferrari eftir það? Það er alveg ljóst að þeir geta ekki allir hætt á sama tíma. Í rauninni finnst mér mjög líklegt að bæði M.S. og J.T. muni hætta þá, en það er spurning hvað hinir gera? Þessir 4, þ.e. Schumacher, Todt, Brawn og Byrne eru einhver sú sterkasta heild sem eitt formúlu lið hefur haft að skipa í langan tíma, ef ekki frá upphafi. Það er hætt við að Ferrari missi heldur flugið ef þessir menn hætta allir á sama tímanum??
Nánari upplýsingar eru á <a href="http://www.ferrari.it">heimasíðu Ferrari</a>
Kv
Joda