Tvöfaldur rauður sigur í San Marino Þá er enn einni keppnishelgi í formúlunni lokið. Kepnin var spennandi og skemmtileg að vanda og bar hæðst á tinda ógurlegir yfirburðir Ferrari liðsins, sem aldrei ætla að slá af! Eftir tímatökuna var rásröðin þessi:
1. Michael Schumacher
2. Rubens Barrichello
3. Ralf Schumacher
4. Juan Pablo Montoya

Í startinu átti Ralf ógurlega gott start og skaust eins og honum hefði verið skotið úr teygjubyssu fram úr Barrichello. Þó svo að Barrichello virtist vera með meiri hraða átti hann ekki möguleika að komast fram úr Ralf. Það var ekki fyrr en á viðgerðarhléinu sem Ferrari mönnum tókst með snerpu sinni að koma Rubens fram úr Ralf. Í seinna viðgerðar hléinu voru þeir þó ekki með sömu snerpu, því eitthvað klikkaði og Rubens fékk langt stopp, en varði þó 2. sætið. Reunault liðið sýndi sig og sannaði enn og aftur og léku sér að McLaren liðinu, sem hefur ekki átt jafn mikilli velgengni að fagna þetta árið. Jenson Button komst nefnilega fram úr Coulthard kallinum, sem varð að láta sér nægja 6. sætið, en Kimi Räikönen varð að hætta keppni. Toyota mönnum gekk ekki eins vel og þeim hefur gengið á undanförnu og duttu þeir báðir út. Á síðustu hringjunum varð uppi fótur og fit hjá Ferrari, því að í ljós kom einhver stýrisbilun hjá Schumacher, sem annars hafði leitt keppnina allan tíman. Einhverjir takkar og tól virkuðu ekki sem skyldi, en þrátt fyrir það, tókst honum að sigra örugglega. Úrslit urðu því þessi hjá þeim sem kláruðu:

1. Michael Schumacher, Ferrari
2. Rubens Barrichello, Ferrari
3. Ralf Schumacher, BMW Williams
4. Juan Pablo Montoya, BMW Williams
5. Jenson Button, Renault
6. David Coulthard, McLaren
7. Jacques Villeneuve, BAR
8. Felipe Massa, Sauber
9. Jarno Trulli, Renault
10. Nick Heidfeld, Sauber
11. Mark Webber, Minardi

Mér fannst nokkuð merkilegt að 4. efstu sætin í rásröð urðu þau sömu í úrslitum, ég held að það sé frekar sjaldgæft… En staðan til heimsmeistara ökumanns 2002 er þá:

1. Michael Schumacher, 34 stig
2. Ralf Schumacher, 20 stig
3. JP Montoya, 17 stig
4. Jenson Button, 8 stig
5. Rubens Barrichello, 6 stig
6. David Coulthard, 5 stig
7. Kimi Räikönen, 4 stig
8. Eddie Irvine, 3 stig
9. Mark Webber, 2 stig
10. Mika Salo, 2 stig
11. Nick Jeidfeld, 2 stig
12. Felipe Massa, 1 stig

OG í keppni bílasmiða:

1. Ferrari, 40 stig
2. BMW Williams, 37 stig
3. McLaren, 9 stig
4. Renault, 8 stig
5. Sauber, 3 stig
6. Jagúar, 3 stig
7. Minardi, 2 stig
8. Toyota, 2 stig

Njótið vel!

Formúlukveðja,
Begga
- www.dobermann.name -