Ég var að lesa það á formula1.is að michael schumacer sé hlinntur þessari nýju reglu um að hver ökumaður megi eingöngu nota eina vél yfir hverja keppnishelgi.
Þetta henntar kannski Michael Schumacer. En öll þessi litlu fátæku lið eins og sauber og þannig. (ég meina fátæk við hliðinná ferrari)
Hér kemur hvað michael sagði.
Ath… etta er frá formula1.is
Michael schumacer: “Það er alveg sama hvaða reglur eru settar, það verður alltaf einhver sem álítur að annar hagnist meira á henni en aðrir. Jafnvel þó hún eigi að jafna aðstöðu manna þá halda sumir alltaf áfram að kvarta. Ég er ekki að tala um Patrick sérstaklega, það eru aðrir en hann. Hvað sem er gert, þá finna þeir ástæður fyrir því að það sé gott fyrir aðra en þá sjálfa.
Ég tel ekki að hér sé á ferðinni regla sem sé til þess ætluð að stýra keppninni né til þess ætluð að hrista upp í íþróttinni. Þetta styrkir minni liðin sem hafa minna fjármagn, því þau þurfa minna að fjárfesta. En satt að segja er eðli Formúlunnar slíkt að þar er öllum þeim peningum eytt sem eru finnanlegir.”
Þessi regglugerð henntar náttúrulega engan veginn litlu liðunum sem hafa ekki jafn mikinn pening á milli handann til þess að geta hafið prófanir á vélum. Þannig að ég segji: Enga svona reglur.