Keppni nr 13 af 17
Belgíukeppnin. 27 ágúst, Spa.

Þessi keppni er mjög spennandi og Hakkinen með snilldarlegasta framúrakstri ársins og þrátt fyrir eina útafkeyrslu í keppninni. Honum tókst að taka fram úr Schumacher með frábærri tækni og þessi framúrakstur er skráður í annála F1 sem einn flottasti framúrakstur allra tíma: Schumacher er í fyrsta sæti og Hakkinen er rétt á eftir. Þegar þeir hringa Ricardo Zonta ákveður Schumacher að fara vinstra megin fram úr Zonta. Hakkinen velur að fara fram úr hægra megin og er nær innri beygjunni og tekst að skjótast fram fyrir Schumacher. Rosalega fallega gert hjá honum.
Staðan að lokum: Hakkinen-Schumacher: 74-68



Keppni nr 14 af 17
Ítalíukeppnin. 10 september, Monza.

Michael Schumacher sigrar á heimavelli Ferrari eftir að hafa ekki sigrað fimm keppnir í röð. Þetta er sjötti sigurs Schumachers á tímabilinu.
Á blaðamannafundinum fer Schumacher að há- hágráta og vakti það mikla athygli þar sem hann var ekki endilega þekktur fyrir að sýna þannig tilfinningar.
Stórárrekstur varð í byrjun keppninnar og brautareftirlitsmaðurinn Paolo Ghislimberti fékk dekk í höfuðið og deyr. Þetta setur auðvitað mikinn skugga á keppnina.
Schumacher minnkar forksot Hakkinens í 78:80 en Hakkinen er hér enn með forystuna.


Keppni nr 15 af 17
USA keppnin. 24 september, Indianapolis.

Í heilum tólf keppnum gat Hakkinen reitt sig á McLaren bílinn. En einmitt núna, þegar sigurinn var svo mikilvægur, gefur vélin sig, Hakkinen fellur úr keppni með vélarbilun. Schumacher grípur gæsina og vinnur keppnina og þar með sinn 7 sigur á tímabilinu.
Schumacher nær forystu, 88:80


Keppni nr 16 af 17
Japanskeppnin. 8 október, Suzuka.

Úrslitin ráðast í þessari keppni. Hakkinen og Schumacher keyra báðir geysilega vel en frábær viðgerðarstopp-herkænska Ross Brawn hjá Ferrari færir Schumacher sigur. Schumacher er orðinn heimsmeistari F1 árið 2000 í næststeinustu keppninni. Ferrari á heimsmeistara í fyrsta skipti í 21 ár og allt verður vitlaust á Ítalíu.


Keppnin nr 17 af 17
Malasíukeppnin. 22 oktober, Sepang.

Lokakeppni tímabilsins. Liðin Ferrari og McLaren sem hafa haft yfirburði alla keppnina vinna fjögur fyrstu sætin. Nýji heimsmeistarinn Schumacher innsiglar sigur sinn. Þetta er 9 sigur hans á tímabilinu. Ferrari vinnur hér heimsmeistaratitil bílasmiða.
Mika Hakkinen startaði of snemma og þurfti að taka hlé og hafði ekki möguleika á að sigra. Coulthard tapar keppninni við Schumacher.

****************************************

Ferrari vinnur tvöfalt þetta árið, heimsmeistara ökuþóra og bílasmiða.

Stigin að lokum:
Schumacher gegn Hakkinen er: 108:89
Bílasmiðir Ferrari gegn McLaren: 170:152