Nú er þessu Formúlutímabili lokið og löng bið í það næsta. En við skulum að gamni rifja upp F1 2000…það var ekkert smá skemmtilegt að fylgjast með baráttunni núna. Ég skipti þessu upp í 3 hluta.
Keppni nr 1 af 17
Ástralíukeppnin. 12 mars, Melbourne.
Í fyrstu keppni ársins lærir Ferrari nýliðinn Barichello það að bílstjóri nr 1b á að keyra í mark á eftir bílstjóra 1a !!! Barichello er með forystu þegar hann er kallaður inn í aukastopp og þetta var greinilega gert til að Schumacher væri með forystuna í keppninni og hann sigrar.
Ferrari nær fyrstu tveim sætunum í keppninni og í því þriðja nær Williams-BMW sem fagna árangrinum ákaft. Það er Ralf Schumacher sem nær þriðja sætinu og fyrir BMW er þetta frábært en þeir höfðu ekki tekið þátt í F1 í 12 ár. McLaren menn eru afur á móti allt annað en ánægðir, Merceders vélarnar þeirra klikka.
Staðan Schumacher-Hakkinen: 10:0
Keppni nr 2 af 17
Brasilíukeppnin. 26 mars, Sao Paulo.
Schumacher sigrar. Í þessari keppni á fyrsti skandall F1 2000 sér stað, David Coulthard nær öðru sæti en missir stigin því að fremri vængurinn er ekki samkvæmt settum reglum. McLaren kærir en tapar.
Vél heimsmeistarans Hakkinens gefur sig aftur eins og í fyrstu keppninni og fær hann því engin stig.Fisichella nær öðru sætinu f. Benetton og Frentzen er í þriðja sæti á Jordan bíl.
Ný staða, Schumacher - Hakkinen: 20:0.
Keppni nr 3 af 17
San Marinokeppnin. 9 april, Imola.
Schumacher sigrar á heimavelli Ferrari og allt verður vitlaust á Ítalíu því að aldrei áður í sögu F1 hefur Ferrari unnið þrjár fyrstu keppnirnar í röð. Ferrari þakkar Ross Brawn sigurinn en frábær viðgerðarhlé-herkænska hans kemur Schumacher fram úr Hakkinan.
McLaren menn eru loksins lausir við tæknivandamál sem þeir áttu í í keppnunum á undan en verða að láta sér annað og þriðja sæti nægja. Ron Dennis liðsstjóri McLaren er cool þrátt fyrir mikinn stigamun og bendir á að 14 keppnir séu eftir.
Staðan eftir keppnina Schumacher-Hakkinen: 30:6
Keppni nr 4 af 17
Englandskeppnin. 23 apríl, Silverstone.
McLaren bíll loksins í fyrsta sæti, Coulthard sigrar á heimavelli og Hakkinen er í öðru sæti. Það þriðja vermir Schumacher.
Þetta er fjórða keppnin og í fyrsta skipti nær Ferrari ekki að sigra. Ferrari félögunum gekk ekki sem skyldi, Baricello var í forystusæti þegar vökvakerfi bílsins gaf sig og hann þar með úr leik. Schumacher tók illa af stað og átti ekki möguleika á að ná fyrsta sæti eftir það.
Hakkinen minnkar muninn á móti Schumacher í 12:34
Keppni nr 5 af 17
Spánarkeppnin. 7 maí, Barcelona.
Eftirför McLaren heldur áfram. Þeir vinna tvöfaldan sigur og í þetta sinnið er Hakkinen á undan Coulthard. Merkilegt þótti hvað Coulthard gekk vel því nokkrum dögum fyrir keppina lenti hann í flugslysi þar sem báðir flugmennirnir létust og kraftaverk þótti að Coulthard skyldi lifa af.
Keppnin er ein allsherjar hörmung fyrir Schumacher: fyrst tekur hann algjörlega misheppnað viðgerðarstopp þar sem bensíndæla klemmdist einhvern vegin og töpuðust 10 sekúndur, síðan kemur upp dekkjavandamál og hann endar í fimmta sæti og er ekki með á verðlaunapallinum í fyrsta skipti á tímabilinu. Og nú er hann er eingöngu með 14 stiga forskot á Hakkinen.
Hakkinen minnkar muninn á móti Schumacher í 22:36
Keppni nr 6 af 17
Evrópukeppnin. 21 maí, Nurnberg.
Hér sýnir Schumacher einu sinni sem oftar að þegar rignir þá er hann alveg sér á báti, keyrir alveg frábærlega. Hann vinnur fjórðu keppnina á tímabilinu og stöðvar eftirför McLaren í bili.
Þótt Hakkinen keyri vel í rigningunni hefur hann ekki roð við Schumacher. Merkilegt þótti að kapparnir tveir “hringkeyra” alla hina bílstjórana.
Schumacher eykur aftur forskotið á Hakkinen, 18 stiga munur, 46:28