Lotus var stofnað af Colin Chapman og var liðið með topp liðum á 5. og 6. áratugnum. Bæði nafnið á liðinu og eigandi þess hefur verið þekt og verður líklegast ávalt þekt í heimi Formúlu eitt. Markmið Colins var að smíða eins létta bíla og hægt var en ekki bara að hafa vélina eins stóra og hægt var.
Lotus tók fyrst þátt í formulu eitt árið 1958 og þurftu aðdáendur ekki að bíða lengi eftir sigri því ári seinna, 1960, vann Lotus sinn fyrsta sigur en það var Stirling Moss á Monaco brautinni. Nokkru síðar gerði Colin samning við ökumannin Jim Clark sem varð síðar heimsmeistari með liðinu árið 1965. En árið 1968 gerðist hræðilegt slys þegar Clark dó á Hockenhiem brautinni. En þá tók annar góður ökumaður við, Graham Hill.
Breytingarnar sem urðu á formúlunni í byrjun 1970 fór vel í Lotus liðið. Og má nefna að Lotus var fyrsta liðið sem þakti bílinn sinn af auglýsingum sem við þekkjum í dag. En á þessum tíma var annað dauðslys. Svíinn Ronnie Petersen dó á Monza brautinni á Ítalíu en hann ók byltingakenda bílnum Lotus 79 sem færði Lotus einnig heimsmeistaratitil 1978 en það var einnig seinasti titill Lotus.
Desember 1982 dó Colin Chapman en hann fékk hjartaslag. Seinasta sigur sem Lotus náði var sigur Ayrton Senna árið 1987 en þann mann vita nánast allir hver er sem fylgjast með Formúlu 1.
Árið 1994 í Ástralíu var seinasta keppni Team Lotus en það hafði hægt og bítandi sigið aftar á listann yfir bestu lið. Og 1994 hætti liðið vegna fjárhagsvandræða.
Colin Chapman nýtti kunnáttu sína einnig í að smíða götubíla undir nafninu Lotus en Team Lotus er ennþá til sem aðili sem þróar bíla og vélar fyrir aðra.