Eins og kannski flestir formúluáhorfendur vita þá heitir sá sem lýsir keppnunum Karl Gunnlaugsson, og ég verð að viðurkenna að ég þoli hann gjörsamlega ekki! mér finnst hann eitthvað svo ömurlegur…. Hann hlustar ekki á nein rök nema sín rök… Núna á sunnudaginn sagði Skúli (hinn maðurinn) að Barichello væri alveg örugglega á einu stoppi afþví að hann nálgaðist Schumma svona hratt. Karl var ekki alveg á því og sagði alltaf að Barichello væri bara svona snöggur og eitthvað hlyti að vera að hjá Schumma (eða eitthvað í þá áttina) og þeir væri báðir á tveimur stoppum. En svo kom í ljós að Skúli hafði rétt fyrir sér. Barichello var á tveimur stoppum en Schmmi á einu!!! Hann sagði svo “Við verðum víst að éta þetta” þegar að hann fattaði að hann hafði rangt fyrir sér. Skúli hélt náttúrulega kjafti… hann vildi ekkert vera að rífast neitt.
Mér fannst líka mikið skemmtilegara að horfa á ‘múluna’ í fyrra þegar Ómar var með honum. Hann var mikið skemmtiegari en Karl og mér finnst að Ómar ætti að taka við þessu! Og ég er viss um að Karl hafi beðið um að láta Ómar hætta afþví að hann sá hvað hann var mikið betri en hann. Synd…….
en jæja mig langaði bara að koma þessari skoðun á framfæri. Og það væri ekkert verra ef þið segið hvað ykkur finnst?