
Montoya keyrði snemma aftan á M.Schumacher og þurfti að skipta um framvæng og eftir það viðgerðarhlé koma hann út í tuttugasta sæti og þurfti að gjöra svo vel að vinna sig upp ef hann ætlaði að krækja í stig. Mclaren-menn þeir Coulthard og Raikkonen lentu á eftir Renult-mönnunum Trulli og Button og voru allir saman í hörkubaráttu um 3.-6. sætið. Það fór svo að Mclaren menn tóku þá í viðgerðahléinu og náðu 3. og 4. sætunum en Raikkonen datt stuttu seinna út eftir að fjöðrun hafði gefið sig. Þeir Schumacher-bræður stungu gjörsamlega af, en þeir enduðu tæpri mínútu á undan næsta manni (David Coulthard). Slagurinn á milli þeirra bræðra var æsi spennandi alveg til enda og munurinn á milli þeirra í lokinn var 0.6 sekúndur. Pele átti að flagga þá Schumcher-bræður en misti af því svo hann varð að lát sér nægja Coulthard og alla keppendurna sem voru á eftir honum.
Lokastaða efstu manna:
1.M.Schumacher
2.R.Schumacher
3.D.Coulthard
4.J.Button
5.J.P.Montoya
5.M.Salo
7.E.Irvine
8.De La Rosa
M.Scumacher er því efstur í keppni ökumanna með 24 stig eftir þrjár keppnir.
FERRARI RULES!!!!!!!!