M.Schumacher vann í gær brasilíska kappaksturinn á Sau Paulo. Þetta byrjaði vel fyrir Ferrari því M.Schumcher tók framúr Montoya eftir aðeins þrjár beygjur. Stuttu seinna var Barrichello byrjaður að vinna sig upp og náði hann að komast upp í annað sætið á eftir M.Schumacher og Barrichello nálgaðist hann hratt, það var því greinilegt að þeir voru ekki á sömu áætlun þar sem M.Schumacher er miklu betri ökumaður og er einnig á F2002 bílnum sem á að vera allt að sekúndu hraðari heldur en bíll Barrichello (F2001) á æfingabraut Ferrari á Ítalíu. Þegar c.a. 15 hringir voru búnir hleypti M.Schumacher Barrichello fram úr sér við mikinn fögnuð heimamann, þegar Barrichello fór fram úr byrjaði hann að setja hraðasta hring hvað eftir annað. Þetta var í tíunda skiptið sem Barrichello keppti á þessari braut og hefur hann að eins einu sinni náð að klára alla hringina en þá lenti hann í 4.sæti. Það var sama gamla sagan á þessu ári því hann datt snemma út eftir vélarbilun.
Montoya keyrði snemma aftan á M.Schumacher og þurfti að skipta um framvæng og eftir það viðgerðarhlé koma hann út í tuttugasta sæti og þurfti að gjöra svo vel að vinna sig upp ef hann ætlaði að krækja í stig. Mclaren-menn þeir Coulthard og Raikkonen lentu á eftir Renult-mönnunum Trulli og Button og voru allir saman í hörkubaráttu um 3.-6. sætið. Það fór svo að Mclaren menn tóku þá í viðgerðahléinu og náðu 3. og 4. sætunum en Raikkonen datt stuttu seinna út eftir að fjöðrun hafði gefið sig. Þeir Schumacher-bræður stungu gjörsamlega af, en þeir enduðu tæpri mínútu á undan næsta manni (David Coulthard). Slagurinn á milli þeirra bræðra var æsi spennandi alveg til enda og munurinn á milli þeirra í lokinn var 0.6 sekúndur. Pele átti að flagga þá Schumcher-bræður en misti af því svo hann varð að lát sér nægja Coulthard og alla keppendurna sem voru á eftir honum.
Lokastaða efstu manna:
1.M.Schumacher
2.R.Schumacher
3.D.Coulthard
4.J.Button
5.J.P.Montoya
5.M.Salo
7.E.Irvine
8.De La Rosa
M.Scumacher er því efstur í keppni ökumanna með 24 stig eftir þrjár keppnir.
FERRARI RULES!!!!!!!!