Ég verð að segja að Reunault liðið kom mjög á óvart, reyndar var nú bara óheppni síðast þegar Button lenti í 4 sæti eftir að hafa keyrt síðasta hring á þremur hjólum. En bæði Trulli og Button voru að gera góða hluti, McLaren liðið er aðeins farið að dala og var síðasta tímabil skammarlegt fyrir þá, ástæðan fyrir því að þeir komust á undan Renault liðinu núna var að viðgerðagengið þeirra er reyndara og betra. Núna er greinilegt að Ferrari er best svo Williams og næst McLaren og svo er að sjá hvernig Renault á eftir að ná að þróa bílinn þetta tímabil. Það er samt gaman að fleiri lið eru farin að berjast um efstu sætin, var orðið svolítið þreitt þegar Ferrari og McLaren bílarnir voru með sinn einkakappakstur fremst og svo restin að liðunum að berjast sín á milli heilum hring á eftir. Núna er komið fullt af efnilegum ökumönnum og verður gaman að fylgjast með nýjum upprennandi heimsmeisturum, reyndar er M. Schumacher einn í sérflokki en hann getur ekki verið endalaust að. Held að framundan sé spennandi keppni og þótt að sé ekkert vafamál um hver fær efsta sætið þá er spurningamerki með sætin þar á eftir.
Bíð spennt eftir næstu keppni
Batteri :)
kveðja batteri ;)