Sko, það er eitt sem vantar algjörlega í umræðuna. Fréttamenn skulu ávallt gæta hlutleysis þegar þeir gegna störfum sínum, og sá sem sér um lýsingarnar á RÚV hefur ekki verið að hugsa mikið um það.
Dæmi:
Ef Geir Magnússon væri að lýsa leik mjög snemma á tímabilinu milli KR og Leiknis í fótboltanum og KR skorar 2 mörk en Leiknir 1, þá myndi hann aldrei segja “KR vinnur titilinn í ár og líklega næstu ár líka”. Þótt hann hugsi það, þá má hann ekki að gera það. Fréttamenn eiga ekki að taka afstöðu á málunum, þeir eiga að flytja fréttirnar án þess að koma inn með sínar skoðanir. Ef fréttamenn ákveða að koma með skoðanir þá er það lang oftast gert með þeim hætti að það er tekið fram að aðrir halda því fram eða láta viðkomandi tjá sig sjálfur í staðinn fyrir að fréttamaðurinn segir frá (t.d. í sjónvarpinu).
Að aðgreina eina deild, Formúlu 1, í nokkrar deildir finnst mér ekki vera sanngjart gagnvart þeim sem halda með þeim ökumönnum/liðum sem eru í “neðri deildinni/deildunum”.
Svo er ég reyndar líka ósáttur við að lang oftast hugsa þeir nánast bara um 1. til 4. sæti í keppninni, stundum 1. til 6. sæti. Þótt það sé mikil barátta um önnur sæti, þá tala þeir allt of oft ekki um það. Vissulega ræður myndatakan mjög miklu um hvert umræðuefnið er, en þeir eiga samt að skoða brautartíma og geta fundið út spennuna.
Eins og í síðustu keppni; mikil barátta milli Coulthard og Button. Brautartímarnir sýndu fram á það. En þrátt fyrir það, þá töluðu þeir aldrei um þá baráttu fyrr en myndefnið að utan fór að sýna baráttuna.
Þessu verður að breyta.
Ást umsjónarmannsins á M. Schumacher er gífurleg og taka þeir það oft fram og þegar þeir gera það, þá eru þeir ekkert að tala “fuzzy”. Það eru 22 bílar (lang lang lang oftast) sem fara af stað þegar 5 rauð ljós slokkna; þessi fréttamenn lýsa mesta lagi atburðum hjá 14 bílum, oftast minna en 10.
Svona fréttamennska á ekki að viðgangast, og hér með skora ég á alla þá íþróttafréttamenn sem lýsa formúlunni; í blöðum, sjónvarpi, netmiðlum og útvarpi; að gæta algers hlutleysis þegar þeir eru við vinnu sína.
Kveðja,
lambi