FIA eða Alþjóða formúlusambandið kom með tillögu að reglu sem taka gildi strax í byrjun tímabils 2004. Reglan hljómar þannig að aðeins má hver ökumaður nota eina vél alla þrjá keppnisdagana þ.e.a.s. föstudag til sunnudags. Ástæða þessarar reglu er sú að kostnaður við eina keppni er gífurlegur og mun þetta án efa minnka hann til muna þar sem ein vél kostar vel yfir 10 milljónir. Ef við tökum dæmi þá má ökumaður, hvort sem hann er í forrystu eða ekki, skipta yfir í vararbílinn því þar er ný vél. Þetta þýðir að ef bíll skemmist í tímatöku eða á æfingu má ökumaður ekki nota annan bíl í keppninni heldur verða menn að laga bílinn eða flytja vélina yfir í annan bíl. Og refsingin við þessu er frekar hörð en hún hljóðar þannig að ökumaður verður færður aftur um 10 sæti á ráspól.
Nú má hver dæma fyrir sig en mér finnst þetta hálfömurlegt. Því ef einhver lendir í því að skemma bíl þá hvað? Þeð tekur dágóðan tíma að setja nýja vél í annan bíl.
Sjáið alla fréttina á www.formula.com