Jæja, þá er round 2, sem fram fór í Malasíu lokið. Á ráspól var Michael Schumacher, og má geta þess til gamans, að enginn hefur fengið að verma ráspólinn á Sepang frá upphafi nema Michael Schumacher!!! Við hlið hans var Montoya, þá Rubens Barrichello og Ralf Schumacher í 4 sæti. Æsingurinn var mikill í ræsingunni og voru M. Schumacher og Montoya aðeins of ákafir sem leiddi til þess að þeir skullu saman, og Schumacher missti framvænginn hjá sér. Hann fór þó inn á viðgerðarsvæðið í snarasta, skipti um væng, og dreif sig í keppnina aftur - síðastur allra… Það kom þó ekki á sök, því hann vann sig upp með miklum hraða. Ég get ekki sagt að myndatökumennirnir í Malasíu fái fyrstu einkun fyrir tökur sínar, en það var til dæmis ekki sýnd endursýning af árekstrinum, og sum skot hjá þeim voru alveg út í bláin, eins og þeir vissu ekki almennilega hvar fókusinn ætti að liggja. En allavegana, það var nokkur barátta um 1. sætið, McLaren menn reyndu sitt besta til að næla í það og einnig Rubens, en svo fór að Ralf Schumacher tók forystuna og hélt henni nokkuð örugglega allt til loka. Coulthard lenti í vélabilun, með tilheyrandi flugeldasýningu, og síðar kom Rubens Barrichello með aðra flugeldasýningu og varð einnig að hætta. Kimi Räikkönen stóð sig nokkuð vel til að byrja með, en datt einnig úr keppni. Heppnin er ekki beint að elta McLaren þessa stundina… En Williams stóðu sig með prýði og héldu 1. og 2. sætinu, Button var lengi vel í 3. sæti, og samkvæmt upplýsingum á skjánum voru ca. 18 sek. í Michael Schumacher þegar það voru ca. 10 hringir eftir. Það getur þó varla staðist, og sýnir arfa lélega sýningarmenn í Malasíu (tímarnir voru alltaf sýndir band-vitlausir, og ef þeir voru ekki vitlausir, þá kom upp staðan á ökumönnunm með vitlausum upplýsingum um hvað þeir hefðu tekið mörg viðgerðar hlé…. :-/ ), vegna þess að á loka hringnum tók Schumacher 3. sætið. En loka úrslitin urðu sem sagt þessi:
1 Ralf Schumacher, BMW.Williams
2 Juan Pablo Montoya, BMW.Williams
3 Michael Schumacher, Ferrari
4 Jenson Button, Renault
5 Nick Heidfeld, Sauber-Petronas
6 Felipe Massa, Sauber-Petronas
7 Allan McNish, Toyota
8 Jacques Villeneuve, BAR-Honda
9 Takuma Sato Jordan, Honda
10 Pedro de la Rosa, Jagúar-Cosworth
11 Enrique Bernoldi, Arrows-Cosworth
11 Heinz-Harald Frentzen, Arrows-Cosworth
12 Mika Salo, Toyota
13 Giancarlo Fisichella, Jordan Honda
Staðan til heimsmeistar er þá:
1. Michael Schumacher, 14 stig
2. Juan Pablo Montoya, 12 stig
3. Ralf Schumacher, 10 stig
4. Kimi Räikkönen, 4 stig
5. Eddie Irvine, 3 stig
6. Jenson Button, 3 stig
7. Mark Webber, 2 stig
8. Nick Heidfeld, 2 stig
9. Felipe Massa, 1 stig
10. Mika Salo, 1 stig
Svo er bara að bíða spennt/ur til páskanna og horfa á formúluna í Brasilíu með troðfullan munn af páskaeggi… :)