Jæja þá er þetta búið, tímabilið 2000 sem var spennandi og skemmtilegt að fylgjast með, sérstaklega fyrir Mclaren bullunar og Ferrari fanatíkerana. Því miður var það ekki jafn gott fyrir hina. Jordan og Jagúar t.d. upplifðu hryllilegt tímabil. Frentzen þurfti til dæmis að hætta keppni 10 sinnum vegna vélabilanna.
“Þetta var svekkjandi endir á mjög svekkjandi keppnistímabili eftir bjartsýnina sem ríkti í upphafi í kjölfar 1999 tímabilsins. Óáreiðanleiki, bíll sem var erfiður í akstri og svo stór skammtur af óheppni komu saman og gerðu tímabilið 2000 að stórslysi.
En við lærðum þó heilmikið af þjáningum okkar og með nýja vélarsamningnum við Honda fyrir næsta ár er ég viss um að við getum snúið dæminu við 2001. Við eigum mikla erfiða vinnu framundan áður en að því kemur en ég hlakka til áskorunnar sérstaklega vegna dekkjamálanna á næsta tímabili.”
-Heinz Harald Frentzen-
Við skulum vona að bjartsýnin eigi rétt á sér, það yrði synd að sjá enn eitt tímabilið sem dóminerað er af rauðu og gráu skrímslunum.