Nú er kominn í gang skemmtilegur leikur sem kallast F1 liðstjórinn.
Þú ferð inná www.fomula1.is og smellir þar á hnapp þar sem stendur “F1-liðstjórinn” eða “liðstjórinn” eða hvað sem á hnappnum stendur.
Þegar þú ert kominn á liðstjórasíðuna þá ýtir þú á “skráning” og skráir þig inn. Þar verður spurt þig ýmislegra spurninga svo sem “Nafn” og “Heimilisfang” og svo framvegis.
Þegar þú ert búinn að skrá þig inn þá ferðu að kaupa. Þú færð 100 milljónir í byrjun leiksins og þarft að kaupa marga hluti. Þú þarft að kaupa bíl, aðalökumann, varaökumann, vél og dekk. Svo getur þú náttúrulega valið þér pit-babe eða pit-boy og bíl til eignar í þykistunni.(Ég veit ekki hvaða tilgangi þessi pit-babe og bíllinn sem þú átt að eiga þjónar)

Þegar þú ert búinn af því getur þú skýrt liðið þitt.(ef þú ert ekki búinn af því nú þegar)Svo er líka hægt að skrá sig í “subleague”. Það er deild sem að margir eru í. Ég er til dæmis í “hradi”. Það er deildin þar sem pabbi minn og vinir hans í vinnunni eru í. Auk annara.

Leikurinn virkar þannig að þú færð stig fyrir liðið þitt eftir því hvernig það gengur í alvöru keppni. Til dæmis, þú ert með M. Schumacher og hann lendir í fyrsta sæti í næstu keppni sem að ég held að sé í Malasíu. Þá færðu kannski 1000 stig en svo ertu með Mark Webber og hann dettur út. Þá færðu -100 eða eitthvað. Það vill svo til að þú keyptir Bridgestone dekk undir bílinn. Schumacher er á Bridgestone eins og þið flest vitið og þið fáið einhver stig fyrir það sem og alla aðra á Bridgestonedekkjum í sigasæti. Svo ertu kannski með minardi vél en báðir bílarnir detta út. Þú færð kannski bara mínus fyrir það. Svo varstu með Williams bílinn og einn Williams-gaurinn lenti í 3. sæti í Malasíu. Þú færð einhvað fullt af stigum fyrir það líka.

Fyrir þá sem taka þátt verður dregið úr einhverjum potti um húsbílaferð á Silverstone keppnina í sumar. Dregið verður úr pottinum 15.júní.
Sigurvegarinn í liðstjórinn F1 fær helgarferð til London í janúar á næsta ár þar sem aðal viðburðurinn verður Auto-sport kappakstursbílasýningin.
Auk fullt að smærri vinningum.

Drífið ykkur að taka þátt því keppnin er ekki byrjuð.