Yfrburðir Ferrari manna voru svakalegir í fyrstu tímatöku ársins í Ástralíu. Rubens Barrichello var fyrstur en félagi hans Mikael Schumacher var fimm þúsunduðustu hlutum á eftir honum. Það var hins vegar langt í næsta mann eða rúmlega hálf sekúnda. Í þriðja sæti var sem sagt Ralf Schumacher, fjórði varð Choulthard, fimmti varð Raikonen og Montoya varð sjötti. Nú er bara að bíða og sjá til hvað gerist í nótt og þið hafið eflaust margar skoanir á þessu en hér er mín skoðun:
1.M.Schumacher
2.R.Barrichello
3.R.Schumacher
Á blaðamannafundi eftir tímatökuna í Ástralíu voru þeir félagar Barrichello og Schumacher spurðir um það hvort það yrði eitthvað samkomulag um fyrstu beygjuna. Þeir sögðu að þeir ættu eftir að ræða um það eftir fundinn.