Mig langaði bara svona að bæta við öðrum tölfræðilista eftir að hafa séð stigalistann hans Atla. En þetta er listi yfir flesta sigra frá upphafi og þar trónir Alain Prost á toppnum. En hér eru þeir 10 efstu:
1. Alain Prost = 51 sigur í 199 keppnum
2. Ayrton Senna = 41 sigur í 161 keppni
3. Michael Schumacher = 40 sigrar í 135 keppnum
4. Nigel Mansell = 31 sigur í 187 keppnum
5. Jackie Stewart = 27 sigrar í 99 keppnum
6. Jim Clark = 25 sigrar í 72 keppnum
7. Nicki Lauda = 25 sigrar í 171 keppni
8. Juan Manuel Fangio = 24 sigrar í 51 keppni
9. Nelson Piquet = 23 sigrar í 204 keppnum
10. Damon Hill = 22 sigrar í 115 keppnum
Þess má geta að Mika Häkkinen er í 12. sæti á þessum lista með 15 sigra í 137 keppnum og David Coulthard er í 25. sæti með 9 sigra í 99 keppnum