Mér lýst ekkert á þetta hjá Ferrari, (sem ferrari aðdáandi) í fyrra voru viðgerðarhléin hjá þeim styttri en hjá macclaren (hvernig sem það er skrifað) og bíllinn hjá þeim bilaði sjaldnast samt náðu þeir ekki heimsmeistaratitli ökumanna. Núna er annað uppi á teningnum. Viðgerðarhléin hjá Ferrari eru oftast sekúndu lengri, það er að segja ef það gleymist ekki dekk eða að þeir keyri á hvorn annan þarna. Þar að auki hefur bíllinn hjá Ferrari bilað oftar í síðustu 4 keppnum og mátti schummi þakka fyrir að hafa unnið þar síðustu keppni.

Ef Ferrari fer ekki að gera eitthvað í sínum málum mega þeir og schummi fara að passa sig því annars fer ég og hjóla fram úr þeim.

ZeroFool