
Áhugverðar reglubreytingar
1) Yfirbygging verður gjörbreytt og uggar og auka vængir verða ekki á miðhluta bíla. Framvængir eru breiðari og afturvængur mjórri eins og sjá má á Williams bílnum hér til hægri.
2) Bíll og ökumaður verða að vera 605 kg.
3) Sama vél og í ár, 2.4 lítra og takmarkaðar við 19.000 snúninga og V8 eingöngu.
4) Vélar verða að endast þrjú mót, ekki tvö eins í ár. Ef ökumaður þarf að skipta um vél á milli 3 mót fær hann 10 sæta refsingu eftr tímatökur.
5) Ökumenn verða að nota sama gírkassa í fjórum mótum í röð. Ef skipta þarf um gírkassa á milli móta tapast 5 sæti á ráslínu eftir tímatökur.
6) Bílar verða búnir raufalausum dekkjum eins og notuð voru á árum áður. Dekkjahitarar eru leyfilegir.
7) Keppnislið mega nota KERS búnað sem vegur 60 kg og gefur ökumönnum aukakraft á stundum. Kerfið notar umframafl frá bremsukerfinu.
8) Ökumenn geta breytt afstöðu vængja á ferð í tvígang í hverjum hring um 6 gráður.
9) Mesta breidd bíls vex úr 1800 mm í 2000 mm.
10) Felgur og dekk fara úr 255 í 365 mm að framan og 380 í 460 að aftan.
11) Allir bílar eru með sanskoknar tölvustýringu sem FIA samþykkir sérstaklega.
12) Öll samskipti milli keppnisliðs og ökumanna skal vera á opinni rás og nothæf fyrir sjónvarpsútsendingar.
-Heimildir: Kappakstur.is