Mika Hakkien segir að martröðin að vera sífellt að hugsa um heimsmeistaratitilinn 2000 sé lokið og það hafi tekið sig nokkra daga e. seinustu keppni að átta sig á að bardaginn væri búinn.
Hann segist vera mjög afslappaður núna en sé samt mjög hungraður í sigur í seinustu keppninni sem fram fer á sunnudaginn kemur. Hann keppi hvort sem er aldrei með annað í huga en að sigra og þótt hann sé búinn að tapa heimsmeistaratitlinum sé hann sérstaklega ákveðinn í að sigra á sunnudaginn því hann vilji byrja vetrarfríið með sigri í Malasíu.
Jafnframt segir hann að stemmingin hjá MCLaren sé mjög góð þrátt f. að hafa tapað heimsmeistaratitlinum til Ferrari og Schumachers. Hakkinen segir McLaren hafa sigrað svo margar keppnir undanfarin ár að tapið sé ekki svo erfitt, þetta eru þroskaðir menn . Liðið hafi svo mikla reynslu og reynslan hafi kennt þeim að ekki er hægt sigra hverja einustu keppni.